HUGRÚN HRÖNN KRISTJÁNSDÓTTIR

Löggiltur áfengis- og vímuefnaráðgjafi (Addiction Studies)
MA, MBA

Fróðleiksmolar um

HÚSNÆÐI FYRST

Heimilislausir einstaklingar búa við lífshættulegar aðstæður.

Fyrstu skrefin í átt að betra lífi er aðgangur að heilbrigðisþjónustu og öruggur staður til að búa á.

Tökum vel á móti búsetuúrræðum í okkar hverfi og verum hluti af lausninni - ekki vandanum.

SNÚ >

FÆRNI

Það krefst töluverðrar kunnáttu og útsjónarsemi að læra að lifa af á götunni.

Hver dagur er barátta og heimilislausir einstaklingar hafa þróað með sér mikilvæga færni (e. street skills) til að komast af.

Þessir styrkleikar geta komið sér vel í vegferð að betra lífi.

RÓANDI LYF

Róandi lyf geta verið ávanabindandi og skaðleg ef þau eru tekin án samráðs við lækni. Langtímanotkun róandi lyfja veldur því að einstaklingur þarf stærri skammta af lyfinu til að fá sömu áhrif. Það getur leitt til ofskömmtunar.

Ef einstaklingur hefur tekið róandi lyf í langan tíma og vill hætta töku þeirra, er mikilvægt að hann fái aðstoð. Fráhvarfseinkenni róandi lyfja geta verið afar erfið.

SNÚ >

EKKI NOTA EIN(N)

Ef einstaklingur ákveður að nota róandi lyf sem hafa ekki verið ávísuð á hann - eða hyggst nota meira af lyfjunum en ráðlagt er - ætti hann ekki að vera einn. Að hafa einhvern hjá sér er mikilvægt öryggisatriði til að tryggt sé að kallað verði á læknisaðstoð ef eitthvað fer úrskeiðis.

Það er sérstaklega varasamt að kaupa róandi lyf á svörtum markaði eða á netinu því styrkleikur þeirra getur verið afar mismunandi.

ÁFÖLL

Rannsóknir sýna að margir sem glíma við áfengis- og/eða vímuefnavanda hafa orðið fyrir áföllum.

Að auki sýna rannsóknir að þeir sem hafa upplifað áföll eiga erfiðara með að ná bata eftir meðferð.

Það er mikil áskorun að glíma bæði við vímuefnavanda og áfallastreituröskun.

SNÚ >

ÁFALLAMIÐUÐ NÁLGUN

Þegar áfallmiðaðri nálgun er beitt í meðferð er áhersla lögð á öryggi skjólstæðinga og að einkenni um áföll eru eðlileg viðbrögð.

Starfsfólk hefur skilning á hegðun og kveikjum (e. triggers) og lítur á skjólstæðinga sem mikilvæga samstarfsaðila.

Spurt er: Hvað kom fyrir þig?
Í stað þess að spyrja: Hvað er að þér?

Reality...

...is just a crutch for people who can't handle drugs.

- Robin Williams

Whether...

...you sniff it, smoke it, eat it or shove it up your ass the result is the same: addiction.

- William W. Burroughs

Even...

...as a junkie I stayed true to vegetarianism - I shall have heroin, but I shan't have a hamburger. What a sexy little paradox.

- Russell Brand

Imagine...

...trying to live without air. Now imagine something worse.

- Amy Reed

I drank...

...because I wanted to drown my sorrows, but now the damned things have learned to swim.

- Frida Kahlo

Drugs...

...are a waste of time. They destroy your memory and your self-respect and everything that goes along with your self-esteem.

- Kurt Cobain

I only...

...write about stuff that’s happened to me.. stuff I can’t get past personally. Luckily, I'm quite self-destructive.

- Amy Winehouse