
Eigum við að ávarpa áfallasögu skjólstæðings í vímuefnameðferð?
Talsvert hefur verið rökrætt um hvort rétt sé að ávarpa áfallasögu einstaklings í vímuefnameðferð. Meðferðarstofnanir eins og SÁÁ hafa verið gagnrýndar fyrir að leggja ekki nægilega áherslu áfallasögu einstaklings og einbeita sér eingöngu að fíknsjúkdómnum. Samkvæmt tölum á vef SÁÁ frá 2019 hafa 78% sjúklinga komið þrisvar sinnum eða sjaldnar til meðferðar. Rúm 4% sjúklinganna…

Femínismi og fíkn
Flestir sem sækja sér ráðgjöf og meðferð við geðrænum vanda eru konur. Flestir sem starfa við ráðgjöf og meðferð við geðrænum vanda eru konur. Nánast allar meðferðir sem notaðar eru til að takast á við geðrænan vanda og fíkn eru þróaðar af hvítum, vestrænum miðaldra körlum. Femínískir þerapistar telja að skilningur á félagslegu, menningarlegu og…

Sumir eiga ekkert nema snjallsíma
Kjörorð skaðaminnkunar eru að mæta einstaklingnum þar sem hann er. Á Íslandi er aðgangur að fjarheilbrigðisþjónustu háður ýmsum hindrunum, til dæmis rafrænum skilríkjum. Ég hef kynnt mér þessi mál og eftir því sem ég les meira því sannfærðari er ég um að við þurfum að hætta að einblína á persónuvernd og færa athyglina yfir á…

Ljóð um batann
Ég elska þetta ljóð, eftir Portiu Nelson, um batann. Njótið! Autobiography in Five Short Chapters I I walk down the street.There is a deep hole in the sidewalk.I fall in. I am lost. I am helpless.It isn’t my fault.It takes forever to find a way out. II. I walk down the same street.There is a…

Mæður með fíknsjúkdóm
Í sumar vann ég rannsóknarritgerð um mæður með fíknsjúkdóm. Ástæða þess að ég valdi þetta viðfangsefni er sú að eftir að hafa unnið með konum í meðferð varð mér æ ljósara að rauður þráður í þeirra sjúkdómssögu eru sárar tilfinningar þeirra til barna sinna. Mæður með fíknsjúkdóm upplifa djúpa sorg vegna missis eða tengslaleysis við…

Bakslag eftir meðferð
Bakslag eftir meðferð er í daglegu tali nefnt „fall“. Það er afleitt orð, því það felur í sér að einstaklingi hafi mistekist, hann hafi „fallið“ í neyslu og sé þar af leiðandi ekki lengur í bata. Bakslag eftir áfengis- og vímuefnameðferð er hins vegar mjög algengt og flestir upplifa bakslag á sinni batagöngu. Um það…

Ayahuasca – dóp fína fólksins?
Töluvert hefur verið talað um ofskynjunarefnið Ayahuasca, sem sumir telja undraefni og lækningu allra meina. En hvað er Ayahuasca? Ayahuasca er vímuefni, af ætt ofskynjunarefna. DMT er annað af tveimur aðal innihaldsefnum í Ayahuasca (einnig kallað hoasca). Hitt heitir harmine. Ayahuasca er öflugt hugbreytandi efni sem indjánar í Amazon S-Ameríku hafa drukkið sem te í…

Erfiðir sjúklingar
Á Íslandi, sem og víða annars staðar, viðhefst sú vinnuregla að rjúfa læknismeðferð hjá erfiðum sjúklingum með fíknsjúkdóm. Sjúklingum sem brjóta reglur meðferðar, t.d. með því að nota vímuefni, er vísað út á götu. Stundum í lögreglufylgd. Ég þekki rökin fyrir þessari ákvörðun. Þetta er gert til að hindra truflandi hegðun sem gæti eyðilagt meðferðina…

Fíkn og glæpir
Vímuefnaneysla og glæpir hafa löngum verið samofin í hugum fólks. Ofbeldi er hins vegar sem betur fer fremur sjaldgæft samanborið við neyslu áfengis og vímuefna. Flestir nota áfengi eða vímuefni einhvern tíma á lífsleiðinni en fáir beita þó ofbeldi. Vopnaður einstaklingur er líklegri til að beita ofbeldi en vímaður Í þessu samhengi má nefna að…

Tveggja heima sýn
Það skiptir ekki máli hvað við viljum gera fyrir fólk með fíknsjúkdóm –heldur hvað fólk vill að við gerum fyrir það Það hafa verið átök á Íslandi um hvernig samfélagið eigi að takast á við fíkn. Er fíkn sjúkdómur? Er fíkn afleiðing áfalla? Á að veita fé í inniliggjandi sjúkrahússmeðferð? Á að styrkja skaðaminnkandi úrræði,…
Fróðleiksmolar um
HÚSNÆÐI FYRST
Heimilislausir einstaklingar búa við lífshættulegar aðstæður.
Fyrstu skrefin í átt að betra lífi er aðgangur að heilbrigðisþjónustu og öruggur staður til að búa á.
Tökum vel á móti búsetuúrræðum í okkar hverfi og verum hluti af lausninni - ekki vandanum.
SNÚ >
FÆRNI
Það krefst töluverðrar kunnáttu og útsjónarsemi að læra að lifa af á götunni.
Hver dagur er barátta og heimilislausir einstaklingar hafa þróað með sér mikilvæga færni (e. street skills) til að komast af.
Þessir styrkleikar geta komið sér vel í vegferð að betra lífi.
RÓANDI LYF
Róandi lyf geta verið ávanabindandi og skaðleg ef þau eru tekin án samráðs við lækni. Langtímanotkun róandi lyfja veldur því að einstaklingur þarf stærri skammta af lyfinu til að fá sömu áhrif. Það getur leitt til ofskömmtunar.
Ef einstaklingur hefur tekið róandi lyf í langan tíma og vill hætta töku þeirra, er mikilvægt að hann fái aðstoð. Fráhvarfseinkenni róandi lyfja geta verið afar erfið.
SNÚ >
EKKI NOTA EIN(N)
Ef einstaklingur ákveður að nota róandi lyf sem hafa ekki verið ávísuð á hann - eða hyggst nota meira af lyfjunum en ráðlagt er - ætti hann ekki að vera einn. Að hafa einhvern hjá sér er mikilvægt öryggisatriði til að tryggt sé að kallað verði á læknisaðstoð ef eitthvað fer úrskeiðis.
Það er sérstaklega varasamt að kaupa róandi lyf á svörtum markaði eða á netinu því styrkleikur þeirra getur verið afar mismunandi.
ÁFÖLL
Rannsóknir sýna að margir sem glíma við áfengis- og/eða vímuefnavanda hafa orðið fyrir áföllum.
Að auki sýna rannsóknir að þeir sem hafa upplifað áföll eiga erfiðara með að ná bata eftir meðferð.
Það er mikil áskorun að glíma bæði við vímuefnavanda og áfallastreituröskun.
SNÚ >
ÁFALLAMIÐUÐ NÁLGUN
Þegar áfallmiðaðri nálgun er beitt í meðferð er áhersla lögð á öryggi skjólstæðinga og að einkenni um áföll eru eðlileg viðbrögð.
Starfsfólk hefur skilning á hegðun og kveikjum (e. triggers) og lítur á skjólstæðinga sem mikilvæga samstarfsaðila.
Spurt er: Hvað kom fyrir þig?
Í stað þess að spyrja: Hvað er að þér?